PERSÓNUVERNDASTEFNA

1. Almenn yfirlýsing um meðferð persónuupplýsinga

Aðalskoðun hf. kt.540994-2269 starfar á sviði ökutækjaskoðana og vinnur með persónuupplýsingar um viðskiptavini sína í þeim tilgangi að veita þjónustu og sinna lögbundnum verkefnum í samræmi við verksvið fyrirtækisins. Markmið Aðalskoðunar er að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög og reglur og að starfsmenn og viðskiptavinir séu upplýstir um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar.Í persónuverndarstefnu Aðalskoðunar er leitast við að upplýsa hvernig fyrirtækið safnar og vinnur með persónuupplýsingar, meðal annars hvaða upplýsingum er safnað og hvers vegna, um öryggisráðstafanir fyrirtækisins, réttindi einstaklinga og hvernig hægt er að hafa samband við fyrirtækið vegna frekari upplýsinga, athugasemda vegna skoðunar ökutækja og athugasemda vegna persónuverndar.

2. Ábyrgð og vinnsla persónuupplýsinga.

Aðalskoðun er vinnsluaðili þeirra upplýsinga sem unnið er með í tengslum við skylduskoðanir ökutækja. Aðalskoðun er ábyrgðaraðili á persónuupplýsingum sem lúta að starfsmannahaldi. Aðalskoðun er ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga sem fyrirtækið safnar og skráir í tengslum við þjónustu á sviði Léttskoðana ökutækja, útgáfu reikninga vegna þjónustu sem veitt er hverju sinni.

3. Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Aðalskoðun safnar og vinnur einungis upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita tiltekna þjónustu eða vöru hverju sinni og sem fyrirtækinu er skylt að gera í samræmi við vinnslusamninga sem og lög og reglur. Upplýsingum sem aflað er s.s. persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eru ekki nýttar í þágu þriðja aðila. Aðalskoðun nýtir ekki persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir og eru ekki afhentar eða seldar til þriðja aðila nema að fengnu samþykki viðkomandi. Heimasíðan okkar styðst við vefkökur. Við notum vefkökur til að velja innihald og markaðsefni, meðal annars til að virkja valmöguleika samfélagsmiðla og til að greina umferð um heimasíðuna okkar. Birting myndefnis á samfélagsmiðlum úr skoðunarsal er háð samþykki eiganda/umráðamanna ökutækja. Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Stefna þessi er byggð á gildandi persónuverndarlögum, sem og á almennu persónuverndarreglugerðinni, Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB.

4. Rafræn vöktun

Rafræn myndavélavöktun fer fram við húsnæði í Aðalskoðunar.Vinnsla á þeim upplýsingum sem safnast byggist á lögmætum hagsmunum félagsins enda fer vinnslan fram í öryggisskyni. Upptökur eru á miðlægum hörðum diski og eru aðgengilegar í 15 daga og eftir það eyðast þær sjálfkrafa nema upp komi atvik þar sem nauðsynlegt sé að varðveita þær lengur í þágu rannsóknar óhappa eða í þágu opinberrar rannsóknar s.s þjófnaðar. Efni úr rafrænum upptökum verða einungis afhentar lögreglu.

5. Öryggi og eftirlit

Aðalskoðun, leggur áherslu á að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi sé tryggt. Aðalskoðun leggur áherslu á að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.Starfsmenn Aðalskoðunar undirrita trúnaðaryfirlýsingu við upphaf starfsferils þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um hvaðeina sem starfsmaður verður áskynja í starfi sínu, sá trúnaður helst þótt látið sé af störfum.Starfsmenn hafa einungis aðgang að persónuupplýsingum sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.

6. Réttindi einstaklinga

Einstaklingur hefur rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem safnað er um hann, fá þær leiðréttar og getur eftir atvikum óskað eftir afriti af upplýsingunum. Þá getur þú fengið rangar persónuupplýsingar um þig leiðréttar. Óskir þú eftir að flytja upplýsingar um þig til annars aðila, getur þú einnig átt rétt á að fá persónuupplýsingar þínar afhentar á tölvutæku formi eða að þær verði fluttar beint til viðkomandi þriðja aðila.Við ákveðnar aðstæður getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt án tafar, t.d. vegna þess að þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni. Sé vinnslan byggð á samþykki er þér hvenær sem er heimilt að afturkalla samþykki þitt.Leitast er við að bregðast við öllum beiðnum innan mánaðar frá viðtöku þeirra. Sé um að ræða umfangsmikla eða flókna beiðni mun fyrirtækið upplýsa um slíkar tafir og leitast við að svara í síðasta lagi innan þriggja mánaða frá viðtöku á beiðni. Viðskiptavinur hefur rétt á að bera mál undir Persónuvernd sem hægt er að gera með því að senda tölvupóst á postur@personuvernd.is.

7. Endurskoðun persónuverndarstefnu.

Persónuverndarstefna Aðalskoðunar verður endurskoðuð reglulega og fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni í samræmi við breytingar á starfsemi fyrirtækisins og breytingar á lögum og reglugerðum þegar við á.

8. Samskiptaupplýsingar

Ef óskað er frekari upplýsinga vegna vinnslu persónuupplýsinga er hægt að hafa samband við Aðalskoðun í netfangið adalskodun@adalskodun.is eða í síma 590-6900. og við munum leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina þér um réttindi þín samkvæmt persónuverndarstefnu þessari og persónuverndarlögum.
Persónuverndarstefna fyrst samþykkt 10.05.2019

Ert þú enn með spurningar?

Hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri