BIFREIÐASKOÐUN

Aðalskoðun sérhæfir sig í skylduskoðunum ökutækja og annast allar skoðanir ökutækja af öllum stærðum og gerðum allt frá léttum bifhjólum til stórra flutningabifreiða.

Með því að láta skoða bílinn á réttum tíma tryggir þú að öryggisatriði hans séu í lagi ásamt því að forðast vanrækslugjaldið sem lagt er á óskoðaða bíla. Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu áminningu þegar þú átt að koma í skoðun.

Ásamt því að sinna hinum hefðbundnu aðalskoðunum sér Aðalskoðun einnig um endurskoðanir, breytingaskoðanir, sérskoðanir breyttra bifreiða og leyfisskoðanir hópbíla.

Þú getur einnig látið okkur um að skoða ferðavagninn en Aðalskoðun tekur á móti öllum gerðum vagna til skoðunar.

Renndu við á eina af skoðunarstöðvum okkar, engar tímapantanir.