FÆRANLEG
SKOÐUNARSTÖÐ

Við bjóðum fyrirtækjum upp á þann möguleika að koma á staðinn og skoða bílaflotann. Einstaklega hentug þjónusta fyrir fyrirtæki sem hafa fjölda bifreiða að ráða, sem og þau fyrirtæki sem sjá hag sinn í að bjóða starfsmönnum upp á bifreiðaskoðun á vinnutíma og létta þannig á skyldum sem sinna þarf utan eða á vinnutíma.

Það eina sem starfsmenn gera er að koma með bílinn í upphaf vinnudags og sækja lyklana í lok dags, ekki seinna en kl. 16:30. Við sendum svo skoðunarskýrsluna með tölvupósti.

SPURT & SVARAÐ

Frábært tækifæri fyrir fyrirtæki

Hvers vegna ætti ég að nýta mér þjónustuna?

Um er að ræða frábæra þjónustu við fyrirtæki sem reka margar bifreiðar. Við mætum á staðinn og skoðum allan bílaflotann, eða hluta af honum, allt eftir því hvað hentar þér best. Engin þörf fyrir að keyra hvern bíl í skoðun, eyða þar með dýrmætum tíma starfsmanna og vinnutækisins.

Hvað þarf ég að gera?

Panta þjónustuna fyrir hönd þíns fyrirtækis með því að senda tölvupóst á skodunarstod@adalskodun.is eða fylla út umsóknarformið hér að neðan. Minnst 20 bíla þarf til að Aðalskoðun mæti á svæðið og framkvæmi skoðun.

Hver er lágmarksfjöldi bifreiða?

Tryggja þarf að um 20 bifreiðar nýti sér þjónustuna til að Aðalskoðun mæti á svæðið og framkvæmi skoðun á staðnum.

Hvernig er fyrirkomulagið?

Það eina sem starfsmenn gera er að koma með bílinn í upphaf vinnudags og sækja lyklana í lok dags, ekki seinna en kl. 16:30. Við sendum svo skoðunarskýrsluna með tölvupósti.

Hverjir geta nýtt sér þjónustuna?

- Fyrirtæki með stóran bílaflota.
- Fyrirtæki með marga starfsmenn – sem vilja bjóða upp á þann möguleika að starfsmenn geti látið skoða    bílana sína á vinnutíma.
- Bílasölur
- Bílaleigur

Hverju þarf að huga að?

- 30 x 10m pláss fyrir skoðunarstöðina
- Rafmagnstengi

Hvaða bílategundir geta nýtt sér þjónustuna?

Fólksbílar allt að 3,5 tonn

Hvaða bílategundir getur stöðin ekki þjónustað?

Stærri jeppar þyngri en 3,5 tonn

Ert þú enn með spurningar?

Hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri