Er fellihýsið/hjólhýsið klárt í sumarið?

Er fellihýsið/hjólhýsið klárt í sumarið?Með hækkandi sól er kominn tími til að taka fellihýsin og hjólhýsi úr geymslu eftir veturinn. En áður en þú heldur út á vit ævintýrana eru nokkir hlutir sem þú ættir að huga að.

Hér er listi yfir það sem gæti þurft að gera:

Skoða heildarástand felli/hjólhýsins:

- Athugaðu hvort það séu sprungur, skemmdir eða lekar á yfirborði, sérstaklega þaki, gluggum og hurðum.

- Athuga ummerki um vatnsskemmdir, myglu eða meindýr

- Skoðaðu dekk og öxla og skiptu um ef þau eru slitin eða skemmd.

Eldhús og gastæki:

- Skoðaðu gaskerfi, gasstilli, rör og tengingar og tryggðu að allt sé öruggt og í góðu standi.

- Skoðaðu eldunartæki, ísskápinn, ofinn og önnur matartengd tæki og hreinsaðu ef þörf krefur.

- Skoðaðu skápa og geymslurými, sjáðu til þess að allar festingar séu í lagi

Raftæki og rafkerfi:

- Athugaðu raftengingar, rafbúnað og tæki og vertu viss um að þau virki rétt.

Vatnslagnir:

- Skoðaðu vatnslagnir, blöndunartæki, sturtu og salerni og tryggðu að ekkert leki.

- Skoðaðu vatnsþrýsting, vatnshitara og vatnsdælu

- Athugaðu frárennsliskerfið, svo sem niðurföll, tanka og geymslusvæði fyrir vatn - hreinsaðu eftir þörfum.

Loftræsting:

- Prófaðu reyk og kolmónoxiðskynjara og skiptu um rafhlöður ef þörf krefur
- Skoðaðu loftsíur og loftop.

VILT ÞÚ FÁ ÁMINNGU?

Ef þú vilt láta minna þig á næstu skoðun þá er tilvalið að skrá sig á póstlista Aðalskoðunar.