Bre-Bre Breytingar!

Vegna legu landsins, veðurfars, jökla, áa og erfiðra hálendisvega hefur lengi verið sterk jeppamenning á Íslandi. Snemma fór að bera á því að þeir sem höfðust við uppi á hálendi tóku til við að breyta jeppunum sínum, setja undir þá stærri dekk, auka fjöðrun og fleira. Það bauð til að mynda upp á möguleikann til að hleypa lofti úr dekkjum fyrir mýkri akstur á ójöfnu undirlagi og gripmeiri dekkin dugðu betur í til dæmis sandi, möl, og snjó.

Íslendingar hafa eins og David Bowie alltaf verið mikið fyrir breytingar, sérstaklega þegar kemur að jeppum.

Fyrst voru þetta bifvélavirkjar og áhugamenn sem dunduðu sér í bílskúrnum heima með misgóðum árangri en svo tóku umboðsaðilar við sér. Þar voru Toyota fljótir að hoppa um borð í lestina en breytingadeild umboðsins fékk nafnið Arctic Trucks. Þeir urðu síðan sjálfstætt fyrirtæki og eru nú leiðandi í ýmsum jeppabreytingum á alþjóðavettvangi – vinna til að mynda með fyrirtækjum og vísindamönnum sem þurfa að keyra í einstaklega erfiðu landslagi Suðurskautslandsins.

En hvort sem að þú dundar þér sjálfur eða ferð með bílinn á verkstæði þá þarf sérstaka skoðun á hann. Þetta er í raun ekki sama faratækið með sömu öryggisstöðlum og það sem kom út úr verksmiðjunni.

Við í Aðalskoðun höfum boðið upp á breytingaskoðun í meira en tvo áratugi og okkar menn eru öllum hnútum kunnugir í þeirri deild. Þannig við förum ekki í bílgreiningarálit, hvort sem þú ert á Yaris eða risastórum breyttum jeppa, leyfið bílunum að koma til okkar, og við skoðum þá alla!

VILT ÞÚ FÁ ÁMINNGU?

Ef þú vilt láta minna þig á næstu skoðun þá er tilvalið að skrá sig á póstlista Aðalskoðunar.