Bílar og bíómyndir – 10 þekktir bílar úr kvikmyndaheiminum

10 þekktir bílar úr kvikmyndaheiminum

Bílarnir sem hafa komið við sögu í kvikmyndaheiminum eru jafn ólíkir eins og þeir eru margir. Listinn af þekktum kvikmyndabílum verður líklega aldrei tæmandi, en hér höfum við þó tekið saman 10 ólíka bíla sem hafa vakið mikla athygli í kvikmyndaheiminum.

James Bond: Goldfinger (1964)

Bílar James Bond verða frægir um leið og þeir birtast á skjánum, en enginn hefur vakið meiri athygli en glæsilegi Aston Martin DB5 sem var fyrst frumsýndur árið 1964 í Goldfinger en síðan þá hefur hann látið sjá sig í nokkrum Bond myndum. Einn af Aston bílunum sem notaður var við tökur var seldur árið 2010 á uppboði í Bandaríkjunum fyrir 4,6 milljónir dala.

Ghostbusters (1984)

Ectomobile, eða ECTO-1 í Ghostbusters hefur tryggt sér sess í kvikmyndasögunni og kemur eflaust upp í huga margra þegar þemalag Ghostbusters er spilað. Bílinn er hannaður úr Cadillac Miller-Meteor frá 1959 og er eins konar blanda af sjúkrabíl og líkbíl.

Back to the Future (1985)

Tímavélin DeLorean DMC-12 sló í gegn á níunda áratugnum í kvikmyndaþrennunni Back to the Future. Bílinn er óvenjulegur í útliti en hann er smíðaður úr ryðfríu stáli og er með vængjahurðir. DMC-12 útgáfan er sú eina sem DeLorean framleiddi á sínum tíma.

Kill Bill vol 1 (2003)

Þessi skærguli pallbíll af gerðinni Chevrolet Silverado birtist áhorfendum í fyrstu Kill Bill myndinni. Eftir tökurnar á fyrstu myndinni byrjaði leikstjórinn, Quentin Tarantino að nota bifreiðina sem hversdagsbifreið og keyrði sjálfur á honum til að kynna framhaldsmyndina. Bíllinn hefur auk þess fengið að njóta sín í nokkrum tónlistarmyndböndum.

Kill Bill vol 1 (2003)

Grease (1978)

Bílinn sem verður að “Greased Lightning” í dagdraumum Danny Zuko ættu allir að þekkja úr myndinni Grease. Bíllinn er af gerðinni Ford de Luxe frá 1948 en í myndinni fer hann fram og til baka frá því að vera hvít drusla yfir í splunkunýjan, rauðan töffarabíl. Sá rauði var lengi í eigu bíla-safnara frá New York áður hann var fór á Volo Auto Museum, þar sem margir frægir kvikmyndabílar eru til sýnis.

Batman

Útfærslur Batman bílana hafa þróast töluvert í gegnum árin, en Tumbler í Nolan þríleiknum er á allt öðru stigi í samanburði við eldri gerðirnar. Tumbler er óvenjulegur og magnaður bíll sem líkist meira skriðdreka á dekkjum en það eru fáir sem vita er að bíllinn var raunverulega smíðaður og notaður á setti.

Little Miss Sunshine (2006)

Volkswagen T2 smárúturnar, sem oft eru kallaðar rúgbrauð, hafa verið notaðar í þó nokkrum frægum kvikmyndum, s.s. Almost Famous, Back to the Future og Free Willy – en það hefur enginn slegið eins mikið í gegn og gula smárútan í Little Miss Sunshine. Bíllinn hinn mesti hrakfallabálkur og er með meiriháttar vesen alla myndina, en fjölskyldan þarf til dæmis að koma honum af stað með því að ýta honum áfram og skiptast á að hoppa upp í hann á ferðinni.

The Love Bug (1968)

Hin sígilda og bráðsniðuga bjalla, Herbie eða “The Love Bug” vakti fyrst athygli árið 1968 þegar fyrsta myndin kom út en hún er jafnframt talin vera ein stærsta Disney mynd allra tíma. Síðan þá hafa verið gerðar fjórar bíómyndir um Herbie, en nýjasta myndin kom út árið 2005. Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Beetle Deluxe, árgerð 1963 en bílaframleiðandinn var aldrei nefndur í fyrstu myndinni þar sem Volkswagen vildi ekki kenna sig við myndina þangað til hún sló rækilega í gegn.

Mad Max (2015)

Fjöldi bíla hafa komið við sögu í Mad Max kvikmyndunum í gegnum tíðina, en ,,The Gigahorse” í Mad Max: Fury Road stendur upp úr fyrir að vera útfærður á vægast sagt klikkaðan hátt og alls ekki í líkingu við aðra bíla. Þetta vélaskrímsli er samansett af tveimur Cadillic Devilles 1959, með sérsniðnum gírkassa, tveimur V16 vélum, og tvöföldum afturdekkjum sem eru u.þ.b. tveir metrar á hæð.

Jurassic Park (1993)

Í einni vinsælustu mynd allra tíma, Jurrasic Park, muna eflaust margir eftir skemmtilega litríku Ford Explorer jeppunum sem risaeðlurnar lögðu algjörlega í rúst. Sex slíkir jeppar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust nokkrir þeirra.

VILT ÞÚ FÁ ÁMINNGU?

Ef þú vilt láta minna þig á næstu skoðun þá er tilvalið að skrá sig á póstlista Aðalskoðunar.