Fáðu áminningu um skoðun

Beint í símann eða á netfang þitt

Um fyrirtækið

Aðalskoðun annast alla skoðunarþjónustu fyrir ökutæki. Einnig móttöku eigendaskipta, meðhöndlun númera og aðra skráningarþjónustu tengda ökutækjum.
Nánar


Aðalskoðun tekur þátt í Geðveikum jólum

 

Aðalskoðun tekur að þessu sinni þátt í Geðveikum jólum en það er verkefni sem miðar að því að efla geðheilsuna á okkar vinnustað og vonandi hjá fleirum.
Starfsfólk fyrirtækjanna sem taka þátt fær áskorun um að keppa sín á milli um "GEÐVEIKASTA JÓLALAGIÐ" og framkvæma gleði-gjörning sem nærir starfsandann og styður á sama tíma við góð málefni. Aðalskoðun mun styðja BUGL með sínu framlagi.
Afraksturinn verður sýndur í tveimur þáttum á RÚV, þann 4. og 18. desember. Í fyrri þættinum eru lögin frumsýnd og áheitavefurinn www.gedveikjol.is opnaður. Í seinni þættinum, er fylgst með geðheilsurækt fyrirtækjanna og fengið úr því skorið hvaða fyrirtæki hreppir titilinn "GEÐVEIKASTA JÓLALAGIÐ" með aðstoð dómnefndar sem skipuð er þekktum íslenskum tónlistarmönnum.


Stuðningsleiðarkerfi

Hér erum við!

Aðalskoðun hf,
Hjallahrauni 4, 220 Hafnafjörður
Sími 590 6900, Fax 590 6910