Átta ógleymanlegir bílar úr bíómyndum

1. Christine – 1958 árgerð Plymouth Fury

Aðalpersónan í einni frægustu hryllingsmynd níunda áratugarins er bílinn Christine í samnefndri mynd frá 1983. Christine er 1958 árgerð af tegundunni Plymouth Fury og var líklega fyrsta sjálfkeyrandi bíllinn, en var því miður illa haldinn af morðæði líka. Myndin sem byggir á frægri bók Stephens Kings þótti gríðarlega spennandi og tæknibrellurnar í henni einstaklega vel heppnaðar, en tæplega þrjátíu bílar voru notaðir sem Christine við tökur á myndinni. Hljóðið sem notað var í myndinni kemur hins vegar ekki úr Plymouth Fury-bíl held vél 1970 árgerð af Mustang 428 Super Cobra Jet.


2.Italian Job – 1967 Austin Mini Cooper S

Ítalska verkefnið (Italian Job), ekki endurgerðin með Mark Wahlberg heldur hið upprunalega frá 1967, skartar mörgum flottustu bílaeltingaleikjum kvikmyndasögunnar. En sá allra eftirminnilegasti var þegar þrír Austin Mini-ar þeystu í gegnum Genf á ógnarhraða, gegn um fjölfarin torg, verslunarmiðstöðvar og niður tröppur ofan í neðanjarðarlestarstöð.

3. Dumb and dumber - Hundabíllinn

Þessi 1984 árgerð af Ford Econoline vakti svo sannarlega athygli í kvikmyndinni Dumb and Dumber frá 1994. Ég held við látum myndina bara tala sínu máli.

4. Ferris Bueller’s day off – 1985 Modenta GT Spyder California

Það sem átti að vera 1962 árgerð af Ferrari 250 var í rauninni 1985 Modena GT Spyder California, eftirlíking sem var smíðuð sérstaklega fyrir myndina, þar sem Ferrari-inn var allt of dýr. Enda var bíllinn gjöreyðilagður í einni eftirminnilegustu senu myndarinnar af vini Ferris, Alan Ruck, sem nýlega hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Succession.

5. Mad Max – 1973 árgerð af XB GT Ford Falcon

Fyrir bíl samnefndrar söguhetju í áströlsku költ-myndinni Mad Max, sem Mel Gibson hóf feril sinn í, völdu framleiðendurnir 1973 árgerð af Ford Falcon. En eins og hann væri ekki nógu tilkomumikill einn og sér, þá settu þeir stærri dekk undir hann, og smíðuðu aukavél ofan á húddið, bara til að láta hann líta betur út.

6. Batman og Batman Returns – Batmobile

Þrátt fyrir að skriðdrekinn í Batman-þríleik Christopher Nolans hafi verið gríðarlega tilkomumikill þá verður að segjast eins og er að það er meiri stíll yfir straumlínulagaða tryllitækinu í Batman-myndum Tims Burtons. Bíllinn gat bæði brugðið fæti fyrir glæpamenn auk þess að skjóta þá með vélbyssu og brenna með eldvörpu, og í einu eftirminnilegu atriði var honum beitt gegn eigenda sínum af hinni ógnvænlegu Mörgæs.

7. Thelma and Louise – 1966 Ford Thunderbird

Ford Thunderbird er klassískur blæjubíll og fullkominn fyrir vinkonurnar Thelmu og Lísu, í ódauðlegri útlagamynd frá 1991. Bíllinn var valinn ekki síst vegna þess hversu vel hann hentaði til kvikmyndagerðar, hann er opinn þannig auðvelt var að taka upp farþegana frá mörgum hliðum. Samtals fimm bílar voru notaðir við gerð myndarinnar, þar af einn sem endaði ofan í Miklagljúfri í frægri lokasenu myndarinnar.

8. Blues Brothers – 1974 Dodge Monaco

Það mætti eiginlega segja að þriðji blúsbróðirinn í klassískri mynd frá 1980 hafi verið bíllinn sem þeir Dan Akroyd og John Belushi keyrðu; 1974 árgerð af Dodge Monaco lögreglubíl, sæmilega sjúskaður. Á honum tókst þeim að stökkva yfir brýr og stinga af hverja einustu löggu á stór Chicago-svæðinu. Myndin er líka merkileg fyrir bílaáhugafólk því hún setti met í því hversu margir bílar voru eyðilagðir við gerð einnar kvikmyndar, met sem hún hélt þangað til endurgerðin leit dagsins ljós 20 árum síðar.

VILT ÞÚ FÁ ÁMINNGU?

Ef þú vilt láta minna þig á næstu skoðun þá er tilvalið að skrá sig á póstlista Aðalskoðunar.